auto onmouseover="return (window.status='auto');" onmouseout="window.status='';">auto onmouseover="return (window.status='auto');" onmouseout="window.status='';">auto onmouseover="return (window.status='auto');" onmouseout="window.status='';">auto">

wOlga Björt

Setjum okkur í spor annarra. Við gætum lent í þeirra sporum.HEIMASLÓÐIR:
Agnes mín
Imba systir
Katrín Ósk
Heiða Fleiss
Sirrý og fjölskylda
Jóka
Jón Bjarni frændi og Magnea
Indíana
Katrín Eva
Freyja
Auður frænka
Birna Rún
Regína Ósk
Hugaflug Kötu
Saumó
Hrafnhildur Rós og Co
Anný letibloggari
Oddný Friðriks
Ragna Jenný
Gísli Matthías fjórði
Ingvar Valgeirs
Pétur Örn
Ásta skásta
X-Berglind
Harpa Sigmars
Tebbi Tuð
Guðrún
Grafarættin
Mási vinur og Co

FJÖLFARNAR SLÓÐIR
Hetjur
Nýi skólinn
Mogginn
Pósturinn Páll
Kvikmynd.is
IMDB
Baggalútur

onlineThis page is powered by Blogger. Why isn't yours?
wlaugardagur, ágúst 26, 2006


MAGNI R(OKKAR)!

Ég ætla að taka undir með hópeflinu sem er í gangi um að kjósa Magna eftir þáttinn kl. 01 eftir miðnætti á þriðjudag. Foreldrar hans sögðu í viðtali við NFS að þau dauðlangi að fá hann heim - ég skil þau vel - en EKKI STRAX!

Hitum upp með því að horfa á þáttinn þeirra Felixar og Guðrúnar milli 6 og 7 á Skjá einum á þriðjudag, en þátturinn verður tileinkaður Magna og Rock Star Supernova. Ég ætla að fá mér lúr á milli 20 og 01 (ef ég verð ekki byrjuð í myndlistaráfanga sem ég var að skrá mig í) og vaka svo og kjósa eins og vindurinn- en þú?

Hér er besta og þéttasta umsögn sem ég hef séð um Magna á netinu. Íslenska hjartað tók stóran kipp. Kíkið á!


|

Skrifað af Olgu Björt laugardagur, ágúst 26, 2006


wfimmtudagur, ágúst 24, 2006


Flugnafár

Á kvöldin eftir að Agnes sofnar þykir mér gott taka vel til og slökkva svo öll ljós í íbúðinni og kveikja á kertaljósum og koma mér vel fyrir fyrir framan tölvuna, sjónvarpið eða lesa bók. Einhver nautn í því.

Í sumarlok eru hrossaflugur í schwakastuði og leita þær mikið í birtuna í híbýlum manna þegar það dimmir. Hrossaflugur eru fyndin fyrirbæri. Mér hefur aldrei verið vel við þær þótt þær séu sauðmeinlausar. Þær hafa alltaf minnt mig á fljúgandi köngulær. Kristján bróðir kallar þær fyrirsætuflugur því þær eru svo mjóar með endalaust langar lappir sem þær tylla í allar áttir. Sumar eru jafnvel bara með tvær eða þrjár lappi eftir og ég hef grínlaust horft á hrossaflugu hanga niður á einni löpp úr stofuloftinu í langan tíma. Eitthvað svona Mission Impossible hengiflugs-áhættuatriði hjá henni (je!).

Það er líka alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir að ég reyni að hundsa þær þá fljúga þær alltaf beint í andlitið á mér og það er eins og að fá lifandi hárflóka frama í sig, bara pirrandi. Ég hef líklega verið hrossaflugnaleigumorðingi í fyrra lífi! Þegar þær drepast (úti í glugga eins og allar flugur eftir að hafa reynt að komast í gegnum tvöfalt glerið klukkutímum saman...how stupid is that?) þá eru þær svo fyrirferðarmiklar og molna í sundur í einhverjar frumeindir við að þurrka þær í burtu. Oft mæta þær aumum örlögum sínum hjá mér í heimatilbúinni eldvörpu (hársprey og kveikjari) og fuðra þannig upp og verða að einhverjum punkti sem dettur á gólfið. Málið dautt.

Í gærkvöldi sat ég og horfði á Rockstar Supernova og horfði á hverja fluguna á fætur annarri laumast inn um stofugluggann hjá mér. Fyrst um sinn bölvaði ég en skemmti svo konunglega við að horfa á kjánana fljúga einn og einn beint í kertin drepast þar. Stundum gott að hafa einfaldan húmor!

|

Skrifað af Olgu Björt fimmtudagur, ágúst 24, 2006


wmánudagur, ágúst 21, 2006


HEYRÐU!

Að mínu mati er HEYRÐU ofnotaðasta orðið í íslenskum orðaforða í dag, ásamt SKO, SKILURÐU og FRÁBÆRT.

Ég var að hlusta á útvarpsþátt á Rás 2 um daginn sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og var hvílíkt að lifa mig inn í hann. Meðal viðameiri dagskrárliða þáttarins eru innhringingar hlustenda og er það vel. Einn hlustandi hringdi inn og samtal hans og eins þáttarstjórnenda var einhvern veginn á þessa leið, þó að ég sé langt frá því að muna nafn hans og umræðuefni:

"Halló!"
"Já, halló!"
"Hver er maðurinn!"
"Heyrðu, ég heiti Jón!"
"Hvaðan hringirðu, Jón!"
"Heyrðu, ég hringi frá Kópaskeri!"
"Hvernig er veðrið þar?"
"Heyrðu, það er nú barasta ágætt!"
"Hvaða lag langar þig að heyra?"
"Heyrðu, það yrði nú gaman að heyra..bla..bla!"
"Við getum nú reddað því!"
"Heyrðu, það væri alveg frábært!"
"Gaman að heyra í þér, Jón!"
"Heyrðu, takk fyrir!"

Ég varð nú bara þreytt á að hlusta á aumingja manninn. Einnig virðist sem að FRÁBÆRT sé eina lýsingarorðið yfir eitthvað gott eða ánægjulegt. Það er farið að verða æ sjaldgæfara að heyra fólk tala án þess að ofnota þessi orð, því miður. Ég er alls ekki á móti því að íslenskt mál þróist í takt við breytta tíma. En mér finnst skjóta skökku við þegar smáorð valda óþarfa málalengingum í andstöðu við tímaleysi nútímasamfélags. Þeim fækkar sem virkilega gefa sér tíma í að hlusta á aðra því það er hver að hugsa um sjálfan sig - og smátt og smátt gleymum við að hlusta á okkar eigin talanda.

Sem betur fer er lítið farið að bera á málvillum og samhengisleysum í textum íslenskra laga en þó segir Jónsi "mér vantar" í einu annars ágætu lagi SigurRósar. Það stingur mig alltaf. Á móti hamast Bjöggi Halldórs við að kenna okkur gott íslenskt mál: Ég hlakka svo til og "Mig dreymir, ég óska..." Samt fyndið í þessum pælingum öllum að eitt lag af plötu hans Ég syng fyrir þig heitir Heyrðu og er orðið þar í annarri hverri setningu, þó í öðru samhengi.

Ég ræddi um daginn við mann sem hefur sjálfmenntað sig í tjáeðlisfræði og hefur þjálfað mikið af leikurum og sjónvarpsfólki með góðum árangri fyrir viðkomandi fólk. Hann sagði um svona mál að erfitt væri að sporna fullkomlega gegn þessari þróun en mikilvægara væri fyrir æ fleiri að læra að hlusta á fólk án þess að heyra bara málvillurnar. Hann fékk mig aðeins til að sjá aðra hlið á þessu máli. Sálfræðingur getur t.d. ekki látið einhverjar málvillur pirra sig eða staðið í að leiðrétta sjúklinga sína jafn óðum: "Heyrðu vinur, það á að segja MIG LANGAR! Haltu áfram." Hann verður að lesa á milli orða.

Ég vona samt að haldið verði vel utan fallega málið okkar í fjölmiðlum sem allra lengst og að almennilega talandi fólki verði hleypt að hljóðnemum útvarps- og sjónvarpsstöðva. Hlutverk þeirra, ekki síður en kennara er svo mikilvægt í þessu sambandi.

|

Skrifað af Olgu Björt mánudagur, ágúst 21, 2006


wVá hvað ég vil ekki vera þessi maður núna. Hann á ekki dagana sæla framundan. Gott á hann!


|

Skrifað af Olgu Björt mánudagur, ágúst 21, 2006


wþriðjudagur, ágúst 15, 2006


SMUROSTAFÉLAGIÐ

Ég hef oft lent í skemmtilegu spjalli við vinkonur mínar, frænkur eða systur um kynþokka karlmanna. Það er svo yndislegt hversu skiptar skoðanir eru á kynþokka. Sumum finnst augun skipta máli á meðan öðrum finnst það vera hendurnar eða rassinn. Í mínu tilfelli er ekkert eitt sem stendur upp úr. Það gerist bara eitthvað sem heillar mig, hvort sem þar er tengt útliti, töktum, fasi, húmor eða þeir hafa einfaldlega eitthvað sem “makes me wanna spread’em on a cracker”. Imba systir hefur tekið ófá hlátrasköllin þegar ég er að segja henni hver mér finnst flottur, hvort sem um er að ræða frægt fólk eða ekki og finnst jafnvel sumir þeirra vera óttaleg kuml. Ég er iðulega ósammála skoðanakönnunum dagblaða og útvarpsstöðva þegar kemur að þessu.

Hér er listi (í engri sérstakri röð) yfir tíu menn sem ég man eftir að mér finnst hrikalega heillandi, hver og einn á einhvern óútskýranlegan hátt. Eins og þið “sjáið” eru þetta verulega ólíkir menn. Það segir líklega meira um mig er þá.

1) John Malkovich, leikari (sáuð þið hann í “The Portrait of a lady” og “Mary Reilly” úff...bad boy).
2) Bjarni Benediktsson, alþingismaður (horfði líka á eftir honum í MR fyrir 18 árum).
3) Daniel Karaty, dansari (m-mmm).
4) Sean Connery, leikari (eins og Koníak – betri með aldrinum)
5) Felix Bergsson, leikari (o-víst!)
6) James Hetfield, söngvari (Yeah-in hans fá mann til að...).
7) Gary Cole, leikari (flottar svona stórar nasir).
8) Alfreð Gíslason, íþróttamaður (leyndardómsfullur kroppur).
9) Andri Snær Magnason, rithöfundur (flottur á allan hátt).
10) Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss (labbaði einu sinni með honum yfir Fimmvörðuháls, hrikalega heillandi maður).

Well.....förum í smá gelgjustuð...hverjir/hverjar eru ykkar topp 10.....topp 5 ?

|

Skrifað af Olgu Björt þriðjudagur, ágúst 15, 2006


wmánudagur, ágúst 14, 2006


Stórtækar minningar


Við búum í ört vaxandi efnisheimi, þar sem bilið á milli þeirra ríkustu og fátækustu breikkar með hverjum deginum. Ofurlaun eru umtalað fyrirbrigði eftir að skattaskrár landans komu út um síðustu mánaðamót og lesa má í blöðum og tímaritum hverjir hafa hæstu og “lægstu” launin.

Það er misjafn hvernig fólk ver tekjum sínum og það er ekkert rangt við það að verða ríkur og njóta velgengni þegar tekjurnar koma í veskið á heiðarlegan hátt. Margir milljónamæringar styrkja ýmis málefni og sumir þeirra láta ekki bera á því í fjölmiðlum. Þeim þykir bara gott að geta gefið hluta af velgengni sinni. Mikið af láglaunafólki hefur borgað fyrir happdrættismiða svo áratugum skiptir án þess að hafa fengið vinning, en sér ekki eftir krónu, því málefnið er gott. Ég veit um gamla konu sem hefur keypt happdrættismiða Krabbameinsfélagsins frá því hún missti manninn sinn fyrir allmörgum árum. Fyrir henni er þetta hugsjón og hennar lóð á vogarskálar þeirra sem standa að krabbameinsrannsóknum.

Ég var að rabba við unga konu um daginn og tal okkar beindist að ömmum og öfum og ólíku gjafmildi þeirra og stórtæki. Hún á annars vegar ömmu og afa sem eru dugleg að leika við barnabörnin sín, fara bryggjurúnta, kaupa ís, sýna hlýju og hlæja með þeim. Hins vegar á hún ömmu og afa sem erfitt er heim að sækja, þau eru tilfinningalega lokuð, rabba ekkert við barnabörnin og rétta þeim þúsundkalla. Hvort skilur meira eftir? Hvort paranna er líklegra til að fá heimsóknir á elliheimilið?

Ég þekki yndisleg hjón sem ekki eru mörgum árum eldri en ég. Þau hafa alla tíð verið hörkudugleg, klárað sitt langskólanám, klifrað upp metorðastiga hjá ört vaxandi fyrirtækjum og eru í dag forstjóri og fjármálastjóri hjá sínu hvoru risafyrirtækinu. Þau eiga tvö börn og það er gaman að fylgjast með hvað þau eru samstíga og gefandi fjölskylda, þrátt fyrir að störf þeirra séu tímafrek. Þau eru dugleg að gera eitthvað saman hvenær sem tækifæri gefst. Það var ekki alltaf þannig. Hann sagði mér að fyrir tveimur árum fengu hann og kona hans sjokk þegar hann missti báða foreldra sína með nokkurra daga millibili og hún föður sinn á sama ári. Þau fengu nýja lífssýn við þessi áföll og fundu hvað fjármunir og efnisleg gæði hafa ekkert að segja þegar slíkt dynur á.

Þegar ég lít til baka þá man ég lítið eftir því hvað ég fékk í afmælisgjafir og jólagjafir en á móti gleymi ég ekki góðum stundum þar sem foreldrar mínir, ömmur og afi gáfu sér tíma til að spjalla, spila, lesa, leika eða grínast. Kærustu minningar mínar með fólki yfirleitt eru stundir þar sem ég fann fyrir þægilegri nærveru, viðkomandi hló, fékk mig til að hlæja eða að við hlógum saman. Það kostar ekkert.

Hver mínúta í lífi okkar verður að minningu og við vitum aldrei hver mínútnanna verður minnisstæðari en önnur. Þess vegna eigum við að njóta hverrar mínútu og nota þær vel. Munum að við erum ekki bara að búa til okkar eigin minningar – líka annarra!

Hvers konar minningar með öðrum eru ykkur hugljúfastar?

|

Skrifað af Olgu Björt mánudagur, ágúst 14, 2006


wlaugardagur, ágúst 12, 2006

Hún er Ingibjörg - hún er ljón.

Ég gleymi því aldrei þegar ég sá Imbu í fyrsta sinn á fæðingardeildinni fyrir 27 árum. Ég var svo montin og hún svo falleg með mikið dökkt hár. Við systkinin kepptumst um að knúsa hana í kaf þar til hún var orðin sterkari en við. Imba er beinskeytt, en ávallt hreinskilin, hlý og traust. Hún er sannur vinur og á risastóran hóp "aðdáenda" sem sogast að henni eins og mý á kúk. Allir líta upp til Imbu og vilja þekkja hana. There is something about Imba! ;)
Í dag erum við miklu meiri vinkonur en systur og það er notaleg tilfinning að vita til þess að hafa hana mér við hlið um ókomna tíð. Þrátt fyrir aldursmun og ólíka lífsreynslu lumar hún á margri góðri lífsspeki (Hakuna Matata) og yrði fyrsta manneskjan til að standa upp og öskra á hvern þann sem gerir einhverjum illt sem henni er kær. Skrattar heimsins hitta ömmu sína ef þeir reyna að taka Imbu fyrir eða tala illa um hana því að hún "konfrontar" slíkt fólk áður en það nær að snúa sér við. Jólakort og afmæliskort eru tilhlökkunarefni stórs hóps af fólki ár hvert því hún leggur svo mikla vinnu, kærleik og húmor í þau (úrklippur, límmiðar, myndir...name it). Ef ein setning ætti að lýsa Imbu best, þá yrði það þessi:

SOME PEOPLE MAKE THE WORLD MORE SPECIAL JUST BY BEING IN IT

|

Skrifað af Olgu Björt laugardagur, ágúst 12, 2006


wfimmtudagur, ágúst 10, 2006


Ái! Súrt að sjá á eftir tveimur Rockers detta út í sama þætti. Kom á óvart. Samt geðveikt að sjá Magna frá uppklappið aftur ásamt Lucas(i) skúnk. Okkar maður er hvílíkt að slá þarna í gegn og á leiðinni til Las Vegas að hita sig upp fyrir áramótaball Sveiiiiins. Shift hvað mig langaði annars í galladressið sem Brooke Burke var í! Fylgist þið mikið með þessu? Ég má ekki missa af þætti. Er dottin í að skoða þættina á netinu á mánudagsmorgnum. Allur pakkinn. Get a life? Hmmmm....

|

Skrifað af Olgu Björt fimmtudagur, ágúst 10, 2006


wþriðjudagur, ágúst 08, 2006


Ég á alveg afskaplega erfitt með mig þessa dagana. Í fjölmiðlum óma auglýsingar frá skólum, ritfangaverslunum og tölvubúðum. Ég finn nánast ilm af nýju strokleðri, stílabókum og tússlitum eins og þegar ég var 8 ára. Það er eymdarleg tilhugsun að vera ekki að fara í skóla í vetur og ekki vera að fara í bókhlöðuna að læra. Ég er að hugsa um að fara samt á eitthvað námskeið og líst t.a.m. mjög vel á margt sem boðið er upp á hér. Á þessari síðu má m.a. finna þennan texta sem lýsir því í raun best hvernig ég er að upplifa lífið núna. Stundatöflur námskeiðahaldara fara brátt að koma í blöðin og það verður spennandi að sjá hvað er í boði.

Hafið þið ábendingar um áhugaverð námskeið?
Ætlið þið í nám eða á námskeið í vetur?

|

Skrifað af Olgu Björt þriðjudagur, ágúst 08, 2006


wmánudagur, ágúst 07, 2006


Smá "reality check"

Jæja, þá er ég búin í sumarfríi og bloggfríi. Þau voru bæði mjög góð. Ég varði stórum hluta tímans uppi í Borgarfirði þar sem stutt er í náttúrutengslin og kyrrðina. Félgagsvera eins og ég hef voðalega gott af því að stunda naflaskoðanir í slíku umhverfi.

Vegna þess að ég er svo dulræn (vúúúúú) lét ég eftir mér að kíkja til Hermundar Rósinkrans í fríinu. Hafið þið farið til hans? Auðvitað á hvorki að lifa út frá né taka of mikið mark á slíku. Þetta var svona mest í gamni (og smá forvitni) gert. Ætli meirihluti fólks sem fer til spámiðla og annarra spekinga, sé ekki ráðvillt fólk sem er á tímamótum í lífi sínu? Svo fá þeir sams konar spár; Ýmist eru undangengnar eða komandi miklar breytingar, ferðalög til útlanda og karlmaður/kvenmaður hinum megin við hornið. Slíkt segja alveg pottþétt flestir spekinganna og fólk fer út alveg svaðalega sátt eins og eftir vel heppnað samtal við ömmu sína, sálfræðing eða bankastjóra.

Ég ætla ekki að fara að tíunda hér hvað karlinn sagði um mín einkamál en svona til gamans langar mig að nefna nokkur atriði ykkur til fróðleiks, skemmtunar eða jafnvel hneykslan og haushristings (þið ráðið - ykkar mál!) . Ég "var" sem sagt rithöfundur í fyrra lífi og gætir því áhrifa pennans í lífi mínu nú. Ég "dó" ekki svo löngu áður en ég fæddist aftur (hmmm....). Á næsta ári næ ég toppnum á uppskeru sem hefur verið í gangi á 9 ára tímabili, hófst árið 1998. Ég er á hárréttri braut í námi og námsstefnu. Ég á eftir að búa erlendis um tíma vegna tækifæris sem kemur upp í hendurnar á mér.

Eftirfarandi hitti í mark hjá honum og er alveg rétt: Ég er einfari en þó félagsvera, á fáa vini en fullt af kunningjum. Ég þarf ekki að halda í einn eða neinn og er ekki langrækin. Ég fer gersamlega mínar eigin leiðir í öllu sem ég geri, en á þó gott með samvinnu og er sveigjanleg þó að ég láti ekki auðveldlega stjórna mér. Út á við vil ég vera og er blíð og góð, traust og trú, sönn, hjálpsöm já-manneskja og verndari. Ég hef endalaust að gefa án þess að missa birgðirnar. Þegar aftur á móti er farið inn fyrir tilfinningaleg landmæri mín eða minna nánustu þá verð ég beinskeyttari en rauði gæinn í neðra. Þó er mark takandi á hverju orði sem ég segi í þeim ham, því þau koma beint frá hjartanu. Ég er ákaflega listhneigð og á að virkja það í botn. Ég kryfja allt til mergjar, sem er stór kostur ef ég nýti það rétt. Ég hef hrikalega mikla þörf fyrir velgengni og get náð ansi langt ef ég er nógu einbeitt og dett ekki í frestunaráráttugírinn.

Þetta kom á óvart: Er mikill ræðumaður, gæti því orðið góður kennari og boðberi. Með því að kryfja málefni, vöru eða eitthvað til mergjar, þá yrði ég afbragðs sölumaður þess því ég hef sterkan sannfæringarkraft. Ég er í góðum tengslum við æðri máttarvöld og hef heilunarhæfileika, er að vissu leyti sjáandi, berdreymin og ofur-næm fyrir umhverfi mínu og líðan annarra.

Eins og ég segi, þá er þetta fyrst og fremst til gamans gert og ég hef varið nokkrum þúsundköllum í margt verra enn þetta - á skemmri tíma! Það var bara alltof mikið og nákvæmt sem karlinn vissi um fortíð mína til þess að þetta væri allt saman bull. Tíminn leiðir það í ljós. Best að halda áfram að lifa í núinu! ;)

Hvað finnst ykkur um svona mál? Hafið þið farið til miðils, spámiðils, talnaspekings eða einhvers svipaðs? Hver er ykkar reynsla af því? Ég hlakka til að lesa.....

|

Skrifað af Olgu Björt mánudagur, ágúst 07, 2006